arnrún tryggvadóttir

|

22 maí 2007


Uppáhalds uppáhalds uppáhalds

Það eru að koma próf! rúmar tvær vikur af miklum miklum lærdómi. Það er ekkert svo hræðilegt, samt alls ekki það sem ég myndi velja að gera í þessu veðri. En þetta bjargast...oftast. Okei.
Þessi prófatíð er samt sérstök. Nú hefur fjölskylda mín tekið þá ákvörðun að skutlast til Danmerkur um helgina. Allt í lagi. Andrea, Guðjón, Alexandra, Arnþór, mamma og pabbi eru semsagt öll að fara að vera í einhverju sumarhúsi í Danmörku á meðan ég sit hér sveitt alein að reyna að reikna efnafræði og eðlisfæði! Takk fyrir kærlega.
Eins gott þið komið með gjöf ;)

En vonandi kemur 8.júní bara bráðum. Þá ætla ég totally að hoppa út úr skólanum hlægjandi, farí sund ef það verður gott veður. Og fara svo í stelpupartý-ársins hjá Hörpu skutlu, fara á núll trúnó og hoppa sjúklega mikið þannig að ég dett og fæ sár! Síðan ætla ég að tjalda í garðinu, bjóða vel völdum inn og halda eftirpartý!

Svo ætla ég að vinna á Hótel Eddu, var einmitt að hringja í Brynju hótelstjóra og hún sagði að ég yrði í salnum! praise the lord.
Einnig ætla ég að vera alltaf í sundi að synda og í sólbaði, fara á Bjarg og hlaupa úti og vera í megasegaformi á Rhodos! Vúbbídú. Ég segi nú bara Sjiiiittt hvað ég hlakka til.

Og vá hvað ég ætla að fara á capone 15.júní, klikkuð!

Sjáumst sætu börn


-arnrúntryggvadóttir

|

27 apríl 2007

Já krakkar. Nú eru hlutirnir að gerast. Búið að kjósa nýja stjórn Hugins, ég segji já takk við sumum og HA? við sumum. En við skulum vera bjartsýn, þannig er allt betra.
Í dag er föstudagur, aftur. Helgi framundan sem vonandi á eftir að einkennast af góðu veðri og gleði.
Planið mitt er að:
-vera dugleg að læra í stærðfræði
-velja ritgerðarefni í umhverfisfræði
-fara í sund til að sóla mig í allri sólinni
-borða tomma og jenna frostpinna
-sofa mikið
...og leika við stelpurnar

Lofar góðu, ef veðrið stendur sig

Síðan eru bara að koma próf bráðum, svo sumar og vinna og svo útskrifarferð!
Þetta sumar er samt ekki alveg eins ljómandi, allir að fara e-ð á vit ævintýranna (so last year). En þú veist, verður örugglega einhver eftir á Akureyri.

bæææ

|

13 apríl 2007

Ég vildi óska þess að ég ætti hlaupahjól núna.
Ég nenni ekki að labba í skólann, í eðlisfræðitilraun!

Diiiiiiinnnggg!

En svo kemur helgi sem inniheldur líklegast stærðfræði, þýsku, söngkeppni og leikhús + jafnvel svefn og bað!

og enn er þetta Arnrún sem talar og segir góða helgi

|

10 apríl 2007

london er í lagi.
mikið að sjá og mikið að tá
-oxford street með sína geðveiki
-the tower of london með sitt skart
-brighton + ricky gervais, óeðlilega fyndið
-woodend með alla sína
-camden með pönkarana
-the roundhouse með draum á jónsmessunótt
-chinatown með steiktar endur
-soho með sínar búðir, sína sól og blíðu og sína gleði
-the tube með sitt ekki súrefni
-portobelloroad með sinn markað
-covent garden með sínar kisur eðe-ð

bara ljómandi ljómandi ljómandi gott páskafrí

ómæ ómæ ómæ ómæ ómæ goooood hvað ég var á skemmtilegum og fallegum og allt tónleikum í gær með hotchipbjörkantony!

ég þarf bara smá meir

-og ég heiti arnrún og er tryggvadóttir

no more bullshit sagði ég og hrækti

|

24 mars 2007

eftir akkúrat viku verð ég í london. ágætt sko! ég hef aldrei komið þangað svo þetta er ægilega spennandi. ég ætla að gera ýmislegt, en segi kannski bara frá því seinna.

þessi vika var bísna góð. mikið um að vera.
fór á árshátíð í lundó og horfði á frænda vinna leiksigra á sviðinu. þessi frændi er by the way herra áttundi bekkur og heitir andri oddur. stolt af honum.
svo fór ég á söngkeppni MA, þar sem birna pé rústaði öllum og vann 50.000 króna síma í svefnpoka, ásamt öðrum skemmtilegum vinningum.
ég fór að horfa á rennsli af lífinu og mikið var það gaman. búin að vera raulandi eitt lagið úr því síðan þá, sem er gott. hlakka til að fara á sýninguna sem við eigum pantað á og sjá þetta aftur!
svo bara vera í skólanum, leikæfingum og dans. allt að verða vitlaust.

held að næsta vika verði bara nokkuð góð sko. hún endar allavega með trompi.

æ ég er búin með allt
-arnrún

|

16 mars 2007

sumir dagar eru óþægilegir.
allavega í nokkrar mínútur.
þessi dagur er óþægilegur.
eftir klukkan fjögur.

vonandi ekki mikið lengur.

það er allavega gott að eiga vini.
þó að þeir séu ekki til.
og það er gott að gráta, eftir klukkan fjögur.

ekki gráta of mikið.

og ekki kommenta á þessa færslu

-arnrúntryggvadóttir

|

06 mars 2007

Í dag er dagurinn til að skríða ofan í jörðina og vera þar.

Ég vaknaði þreytt, fór í föt og lagði af stað fótgangandi í skólann. Á leiðinni þarf ég að fara yfir þrjár götur, og ég var sem sagt að bíða við gangbraut númer tvö þegar megadagurinn varð megadagur. Maður á fertugsaldri, líklega á leiðinni í vinnunna, sá mig standa þarna myglaða og að verða of sein í tvöfalda þýsku og tók þá ákvörðun að stoppa til þess að hleypa mér yfir götuna. Hann var sem sagt akandi á stórum gulljeppa. Slæmt eða gott. Allavega var annar maður, líklega á tvítugsaldri og líklega á leiðinni í skólann, að aka fyrir aftan hann og fattaði greinilega ekki að það var hálka og var augljóslega e-ð þreyttari en ég. Jú, því að hann áttaði sig ekki á því að gulljeppinn væri stopp og dúndraðist í skottið á honum. Gott stuff, skipti mig svo sem engu máli. Ég labbaði bara áfram yfir götuna með iPodinn, þóttist ekki sjá neitt. En þú veist, bara ekkert spes að byrja á því að vera einhver svona gella skiluru?

Aðallega er þetta slæmur dagur vegna þess hvernig veðrið er. Helvítis ljótadauða slabb, já ég er ágæt að blóta og mér er alveg sama.

En betri tímar nálgast.

Það var helgi um daginn og ég tók nokkrar myndir. Og ég er að hugsa um að setja nokkrar hér í þetta blooooooggggg!


æ hvað þær eru alltaf sætar



og þær líka


veit ekki alveg hvað anna er að gera en ég er hlægjandi

Margrét Anna lekkerí


linda já, birna já og hulda já!

svo fór fólk að setja hendur upp í loft



sandra SLÓ nú samt alla út

eftirpartÝ!


svona gott líka





stats count

Powered by Blogger